19. Júlí
Það er komið fram í júlí og ekki hafa verið settar inn neinar fréttir á síðuna. Það er ekki af því að lítið sé að frétta
og ekki er ég þekktur fyrir mál eða ritstíflu svo sennilega er þetta bara leti.
Alexandra Dögg var á reiðnámskeiði í allan vetur, hún átti að klára knapamerki 2 en vegna hrossaflensunnar var verklega
prófinu frestað fram á haust. Alexandra var á Flipa í vetur en hann var geltur í fyrra svo hún gæti notað hann á
námskeiðinu.
Við sendum þrjú hross frá okkur í tamingar í vetur og er Frökk enn í tamningu og er stemmt á að sýna hana, ekki er vitað
hvort af því verður þar sem hún er farin að hósta í þriðja sinn.
Stjörnudís og Næturdrottning voru í einn og hálfan mánuð í hjá Lilju og lét hún mjög vel af þeim.
Þó stefnt hafi verið að því að taka lítið inn fer það eins og alltaf, það er tekið of mikið inn, sennilega bara til of
mörg hross. Þó svo ég segji sjálfur frá var ég bara nokkuð duglegur að ríða út í vetur.
Nú eru allar merar kastaðar nema Von en hún hafði ekki fengið við Tý frá Skeiðháholti og fór hún seint undir annan
graðhest. Við fórum með Óttu undir Tý frá Skeiðháholti, Villimey undir Glóðafeykir frá Halakoti og eru þeir 1.V hestar.
Skuttla fór svo undir Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu og er hann með góð 2.V. Undan þessum þremur merum fengum við þrjú
merfolöld og teljum við okkur vera heppin með það. Aðrar merar fóru svo undir heimahestana Flipa og Rektor. Rektor er að
gefa mjög bollétt og framfalleg hross og það sem hefur verið tamið undan honum er mjög auðvelt og lofar góðu og gefur góða
liti.
Nú í vor notuðum við Rektor, en fórum með Eyju og Mánadís undir Hvítserk frá Sauðárkróki.
Hestapestin veldur því að minna er um ferðahópa heldur en oft áður og þeir sem búnir voru að bóka pláss eru flestir búnir
að afpanta. Við hér á Njálsstöðum höfum samt haldið áfram að ríða út þrátt fyrir veiki, við höfum ekki orðið vör við neinn
hósta heldur bara nefrennsli.
Til baka