5. September
Frá síðasta fréttapistli hefur margt óvænt drifið á hendur mínar eða kannski á ég að segja fætur. Því eins og fram kom í júní fréttum varð ég fyrir því
óláni að hross steig á mig. Taldi ég þetta ekki mikinn skaða en þegar til tók og ég ætlaði að fara að vinna gat ég ekki gengið, dreif ég mig því í
myndatöku og kom þá í ljós að þrjár tær höfðu slitnað út úr liðhúsunum og þurfti að skera mig upp og negla til að þær héldust á réttum stað. Lá ég því
rúmfastur í sex vikur og þeir sem þekkja mig geta ímyndað sér hvað skapið hefur verið orðið gott og ekki farið á landsmót en ég sá það þó á netinu.
Í ágústlok var sónað frá Dagfara og reyndust allar fimmtán merarnar fylfullar.
Núna er riðið út á hverjum degi til að þjálfa gangnahrossin og ekki veitir af.
Nokkrir Stígandakarlar riðu til mín og fórum ég og Alex á móti þeim og riðum svo með þeim á Blönduós. Fremsta má þar telja Brekku-bóndan og Móra, gátu
þeir gert úr þessu þriggja daga ferð.
Þann 17. sept. er svo riðið á Laxárdalinn til að smala hrossum í Skrapatungurétt, aldrei að vita nema það verði teknar nokkrar myndir og settar inn með
næsta pistli.
24. Júní
Þá er kominn tími til að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa nokkrar línur.
Ekki hefur nú verið eins mikið riðið út og stóð til. Fyrst henti Nökkvi mér sí svona og svo varð ég undir hrossi og gat ekki gengið. Þetta er nú
allt orðið gott og eru útreiðar hafnar að nýju.
Það eru komin sex folöld, myndir af þeim má finna hér
"Folöld 2011"
Undan Eyju og Hvítserk IS2007157006 kom brúnskjótt meri og undan Mánadís og Hvítserk IS2007157006 kom brún meri (vantar mynd). Önnur folöld á
Njálsstöðum eru undan Rektori, Braga-Nótt með jarpa meri, Nóta með rauðskjóttan hest, Vinda með vindóttan hest og Ferming með rauðan hest sem
verður grár.
Ég held að Nóttin hennar Dódó sé geld og Von kastar seint.
Við lánuðum Rektor í sumar og notum Eyfeld á nokkrar merar, enn fremur er Dagfari IS2009157001 kominn í girðingu og setti ég fjórar merar undir
hann.
Hér má sjá myndir af þeim.
Ég er byrjaður að leita að ref, en þetta er nú orðið ágætt en verð ég samt að minnast á þetta blessaða veður. Hvenær kemur sumarðið ?
10. Maí
Hér hefur verið mikið riðið út frá síðustu skrifum og bara verið góður gangur í hestamennskunni.
Alex fór í próf í knapamerki og gekk vel.
Í ljós hefur komið að Vafi er undan Bikari Parkersyni.
Búið er að flokka hrossin í folaldsmerar, tryppi og reiðhross. Fleirri hross eru komin á járn og hafa nú allir nokkur hross við sitt hæfi.
Um páskana höfðum við vinnumann, Úlf Árnason afabarn, og stóð hann sig með sóma. Hjálpaði afa við mokstur, girðingar og útreiðar.
Nú fer spennan að aukast og blessuð folöldin að koma í heiminn, það verður gaman að sjá.
Á Njálsstöðum í sumar verður stóðhestur undan Hróð frá Refsstöðum og Hvítasunnu frá Sauðárkróki og ekki spillir nú liturinn fyrir ætterni,
klárinn er leirljós, blesóttur, sokkóttur og með vagl í auga.
2. Apríl
Ekki virðist ritstíflan hafa lagast en nú skal reyna.
Það hefur ekki farið eins mikið fyrir útreiðum og ætlað var þegar tekið var inn í janúar. Veður hefur verið mjög óhentugt til útriða,
rok, skafrenningur og frost.
Alex er komin á fullt í knapamerki og byrjaði hún á Flipa en vildi fljótlega meira krefjandi hest, fékk hún þá Frökk Rökkvadóttur en
illa gekk að fá hana til þess að brokka þá fékk Alex þriðja sistkynið hana Furu og gekk það mjög vel. Eftir nokkra tíma á Furu tókum við
eftir því að hún var hölt á afturfæti ef mikið var um afturfótasnúninga og þannig æfingar og benda líkur til þess að hún sé spöttuð.
Fórnaði þá afi gamli reiðhestinum sínum og var Nökkvi sóttur í útiganginn og járnaður. Gengur bara nokkuð vel með klárinn en hann er full
viljugur. Alex er búin að tilkynna afa gamla að hún ætli að nota Nökkva, hefst því leit að öðrum hesti í stóðinu hamda þeim gamla.
Annars tókum við inn í janúar sex folöld og níu fullorðin. Í tamningu eru tryppi undan Sveini Hervari, Kjarval, Ál frá Sauðárkrók og Rektori,
tryppin lofa góðu. Folöldin sem við tókum inn eru undan Glóðafeykir frá Halakoti, Náttari frá Efra-Seli, tvö undan Tý frá Skeiðháholti og Rektori
en svo er spurning með hann Vafa undan hverjum hann sé því hann gæti verið undam Tý frá eða Bikari Parkersyni, búið er að taka DNA og senda í
ræktun.
7. Janúar
Af Krútthestum er allt fott að frétta og vonandi ofþornar ekki blekið í pennanum eins og á síðasta ári.
Það á að taka inn á morgunn, því fröken Alex byrjar á reiðnámskeiði á miðvikudaginn það er knapamerki 3.
Ekki hefur veðrið leikið við útiganginn, mannhæða háir skaflar og stórhríð.
Krútthestar eru að leita sér að góðri hestakerru og ef þið vitið um einhverja látið mig þá endilega vita.
Kveðja frá Njálsstöðum.
Til baka